tisa: Mánuður til stefnu
sunnudagur, apríl 30, 2006
Mánuður til stefnu
Eftir mánuð verður kominn 30. maí. 30. maí er flottasta dagsetning í heimi. Þá á ég afmæli. Þá verður gaman. Þá fæ ég bílpróf. Vúúú
Í gær lagði ég land undir fót og skellti mér í sveitna. Nánar tiltekið á Hvanneyri, þar sem systir mín stundar nám við Landbúnaðarskólann. Já, hún er nörd. Nörd sem býr á Hvanneyri og drekkur Sódastream og Boost.
Það gerðist nú ekki mikið þar eins og svo oft úti á landi. Svo á leiðinni til baka var ég vitni að meti. Met þetta sló lítil stúlka sem grenjaði alla leiðina frá Hvalfjarðagöngunum og upp í Breiðholt. Það eina sem komst fyrir í hugsunum mínum var MUST KILL BABY, MUST KILL BABY, MUST ... KILL .....
Ég drap samt ekki þennan útsendara djöfulsins heldur notaði grenj-blokk tæknina mína sem ég hef þróað með mér þar sem móðir mín starfandi dagmóðir.
Ég nenni ekki að skrifa meira ... Sims er að kalla á mig
Tinna - Leti er lífstíll
tisa at 22:18
0 comments